Reglubundið eftirlit

Gæði dufthúðar eru einstök bæði hvað varðar viðloðun, áferð slitþol og líftíma. Helstu atriði sem hafa áhrif á gæði húðarinnar er þvottur, fosfatering, þurrkur, bökun og þykkt húðar. Til að tryggja að þessi atriði séu í góðu lagi þá mælum við pH gildið í þvottavélinni einu sinni á dag og bætum við efnum eftir þörfum og skrásetjum í tölvu.

Tölvustýring

Eftir þurrkun er athugað hvort nokkurstaðar stígi upp gufa sem er merki um bleytu. Bökunartíminn er ákveðinn eftir þykkt málmssins samkvæmt reynslutölum og stilltur á tölvuklukku sem tengd er verkbókhaldi..

Rétt hitastig

Til að tryggja rétt hitastig er hiti mældur með sérstakri hitabyssu sem mælir yfirborðshita út frá geislun.

Rétt þykkt

Þykkt húðarinnar er svo mæld með sérstökum mæli en ef þykktin er ekki næg er sett önnur umferð og hún bökuð að nýju.