Áhersla á þjónustu – með bros á vör

Starfsmenn Pólýhúðunar leggja sig alla fram um að veita framúrskarandi þjónustu. Fullkomið verkbókhald sem sniðið er að kröfum nútímans um sveigjanleika og gæðastjórnun í framleiðslu tryggir hámarks öryggi í meðhöndlun verkefna frá upphafi til enda. Gríðarleg þekking okkar og reynsla skilar þér  bestu gæðum sem völ er á.

Það er fátt sem komur okkur á óvart. Við höfum tekið að okkur ótrúlegustu verkefni en leggjum jafnframt áherslu á að finna bestu mögulegu lausn á hverju verki fyrir sig.

Helstu verkefni okkar eru á þessum sviðum:

  • Álgluggaprófílar
  • Handrið
  • Útiklæðningar
  • Skipahlutir
  • Bílahlutir
  • Húsgögn
  • Húsmunir
  • Skrautmunir
  • Skartgripir
  • og margt fleira

Er ekki kominn tími til að hressa aðeins upp á felgurnar?

Það er óumdeilt að dufthúð/lakk er sterkasta húð sem hægt er að fá á felgur og ástæðan er þreföld:

  • fyrst er húðað með stál- eða álgrunni og bakað,
  • síðan kemur liturinn úr polyester og bakað
  • loks  glæra og bakað í síðasta sinn.

Með þessari meðferð eru jafnvel jeppafelgurnar tilbúnar í krapa og drullu og illa meðferð uppá hálendi.
Þú einfaldlega kemur með felgurnar þínar dekkjalausar, við sjáum um sandblástur og lökkun.
Vinnslutími er að meðaltali 2 virkir dagar

Lökkun og sandblástur frá kr. 67.233  fyrir 4 felgur 17” eða minni ál eða stál.
Lökkun án blásturs kr. 43.486  fyrir 4 felgur 17″  og minni ál eða stál.

Lökkun án blásturs kr. 48.491  fyrir 4 felgur 18″- 22″ ál eða stál. 

Sandblástur 18″- 22″ er frá kr. 28.323 til kr. 43.395 fyrir 4 felgur

Ef felgur eru duftlakkaðar þá er sandblástur frá kr. 65.241 fyrir 4 felgur
Audi, Benz, BMW og Porsche felgur geta verið erfiðar í sandblæstri og er þá verðflokkur metinn við móttöku.
Tökum ekki að okkur að sandblása krómaðar felgur.

Öll verð eru með virðisaukaskatti og eiga eingöngu við fólksbílafelgur.

 

Verslunareiningar
– hillur og innréttingar

Eitt af því sem fólk leiðir sjaldnast hugann að er hvaðan hillurnar í búðunum koma en það skal upplýst að í mjög miklum mæli eru innréttingarnar smíðaðar á Íslandi. Í meðal verslun  eru u.þ.b. 1.000 m² af hillum og stöndum úr járni sem þarf að húða og eins og Íslendinga er siður þarf það að gerast á nokkrum dögum.

Þakjárn, rennur og niðurföll

– húða fyrst, leggja svo

Það margborgar sig að húða þakjárnið áður en það er sett upp. Þá sleppur þú við að príla upp á þakið og leggja þig í lífshættu við að pensla yfir nokkurra ára gamlan skít sem liggur á þakinu og þekja allt í pensilförum. Það þekkja líka flestir hversu erfitt er að koma sér af stað til slíkra verka núna þegar þakið loksins er hætt að leka, þetta sjáum við útum allan bæ, ómáluð þök sem bíða eftir því að skítna út svo hægt sé að pensla þau.

– okkar lausn!

Áður en járnið er dufthúðað er það sett í þvottavél sem þvær alla fitu af og fosfaterar síðan yfirborðið sem tryggir mjög góða viðloðun, strax á eftir er það dufthúðað og bakað og tilbúið með fallegri og endingargóðri lakkhúð sem endist í áratugi.

Þetta teljum við vera ólíkt betri lausn, hvað finnst þér?

  • Þakjárn
  • Rennur
  • Niðurföll